150.000 kr. skattleysismörk - 50 milljarða tekjutap

Fjármálaráðuneytið fjallar í vefriti sínu í dag um áætlað tekjutap ríkissjóðs vegna hækkunar skattleysismarka. Skattleysismörkin hafa verið vinsælt umræðuefni í kosningabaráttunni og sumir stjórnarandstöðuflokkar hafa gefið afar glannalegar yfirlýsingar um áform sín í þeim efnum.

Af samantekt ráðuneytisins má sjá að hækkun skattleysismarka í 100.000 kr. á mánuði myndi leiða til samdráttar í tekjum ríkisins um 6,4 milljarða, hækkun í 120.000 kr. þýða tekjutap upp á meira en 25 milljarða og 150.000 kr. skattleysismörk myndu leiða til þess að ríkið hefði 50 milljörðum króna minna úr að spila á ári.

Í ljósi þess hvað hér getur verið um gríðarlega háar fjárhæðir að ræða er nauðsynlegt að stjórnarandstöðuflokkarnir - einkum þeir sem mestu lofa í þessu sambandi - skýri nánar út hvernig þeir hyggjast mæta þeim mikla samdrætti í tekjum ríkisins sem þessar tillögur geta haft í för með sér. Ætla þeir að hækka aðra skatta gríðarlega eða hafa þeir hugmyndir um tugmilljarða niðurskurð í ríkisútgjöldum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Skattleysismörkin ættu að vera að öllu "eðlilegu" ca. 140.000, þ.e. hefðu þau hækkað með vísitölunni.  Er nema eðlilegt að ríkiskassinn, hver sem um heldur, fari að leiðrétta "misgengið"?  Það er rangt sem Geir H. Haarde sagði í morgunútvarpinu, að einstaklinginn muni ekki um 1000 krónur.  Það gera einmitt tekjulágir, þá munar um 1000 krónurnar.  En forsætisráðherra má ekki bara tala fyrir sig og sína líka, eins og hann gerði.  Annars er þetta allt í lagi, vona ég, því það stefnir allt í að stjórnin falli, og gerist það verða völd Sjálfstæðisflokksins skert verulega.  Og þarf ekki atbeina Forsetans til, þó Sjálfstæðismenn telji hann "ógnun við lýðræðið".

p.s. Loksins er svo fengin skýringin á tekjuafgangi ríkissjóðs.  Hann hefur náðst með skerðingu persónuafsláttar!  Og skerðingu barnabóta!  Og skerðingu lífeyris Tryggingastofnunar!  Og skerðingu vaxtabóta!  Og svo framvegis!

Auðun Gíslason, 3.5.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Birgir, það er alltaf spurning hvernig eigi að stilla skattabreyturnar af.  Er kannski hægt að lækka tekjuskatt fyrirtækja og einstaklinga ennþá meira en gert hefur verið og auka skatttekjurnar um 50 milljarða sem hægt er að nota til að hækka skattleysismörkin í 150.000 kr ? Svo er kannski allt í lagi þó skatttekjur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu fari niður í það sem þær voru fyrir nokkrum árum. Sjá blogg mitt um þróun skatttekna
http://www.steinisv.blog.is/blog/steinisv/entry/197788/

Kæri Auðunn, ég skil ekki hvers vegna þið vinstri menn eruð ósammála því að tekjutengja barnabætur.  Er ekki betra að láta þær allar renna til þeirra sem minnstar tekjur hafa frekar en borga fullfrísku hátekjufólki þær?

Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 19:59

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Skerðing persónuafsláttar skilar ríkissjóði 40-45 milljörðum á ári eftir útreikningum Sjálfstæðismanna sjálfra.  Tekjuafgangur ríkissjóðs á síðasta ári nam að mér skilst 60 milljörðum. 40-45 milljarðar af þeirri upphæð stafar af skerðingu persónuafsláttar.  1 milljarður vegna skerðingar barnabóta.  Nokkrir milljarðar stafa af skerðingu lífeyrisgreiðslna Tryggingastofnunar. Þannig að ef áfram er haldið kemur í ljós, að líklega er ekkert eftir af þessum 60 milljörðum þegar allt er talið saman.  Hvar er þá þessi merkilega hagstjórn sem Sjálfsræðismenn eru grobba sig af?  Getur verið að Einar Oddur hafi rétt fyrir sér, að nota þurfi "símapeningana" til að rétta af ríkissjóð, þegar þennslunni líkur!  Er ekki kominn tími til að þetta lið fari í frí?

Auðun Gíslason, 3.5.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Jú, takk fyrir Steini minn, ég þigg barnabæturnar og ég myndi líka þiggja, að skattleysismörk yrðu leiðrétt.  Helst með því að leggja hátekjuskatt á tekjur 800.000+ og einnig vildi ég vilja sjá hækkun á fjármagnstekjuskatti þeirra, sem eru með fjármagntekjur t.d. 50 milljónir+.  Og svona mætti lengi telja.  Það er í mínum huga til skammar að leggja skatta á fólk með tekjur undir 140.000.  Mér finnst nefnilega, einsog þér sýnilega, að fullfrísku hátekjufólki sé ekki ofgott að borga skatta hér á Íslandi, einsog tíðkast allsstaðar hjá siðuðu fólk.  Hátekjufólk á ekki að vera ómagar á þjóðfélaginu einsog vrið hefur.  Dæmi:  Þeir sem eru með fjármagnstekjur einar tekna hafa til skammstíma ekkert greitt til síns sveitarfélags. Því hafa þeir þegið ýmsa þjónustu fyrir ekki neitt og þannig verið ómagar!

Auðun Gíslason, 3.5.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ertu þá á móti því að lækka skatta um 50 milljarða Birgir? Og af hverju kallar þú það allt í einu tekjutap? Hljómar einkennilega úr munni frjálshyggjumanns. Eða ertu bara á móti því að lækka skatta á lágtekjufólk? Þrjár léttar spurningar til að svara.

Hlynur Hallsson, 3.5.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Fráleitt að tala um tekjutap ríkissjóðs í þessu sambandi. Hér yrði um að ræða að skila aftur til fyrra horfs þessum skattaleysisviðmiðunum sem að bestu manna yfirsýn voru talin við hæfi.

Það getur aldrei verið eðlilegt að taka til samneyslunnar í beinum tekjusköttum af fólki, svo mikið að að gangi á nauðþurftartekjur þess og geri það að ósjálfbjarga fórnarlömbum lánastofnana , og síðar uppá félagslega kerfið komið með margvíslega aumingjastyrki!

Ríkissjóður á engan rétt á að gera Þegnana að bónbjargarmönnum! 

Kristján H Theódórsson, 3.5.2007 kl. 23:27

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Heyrðu, mér sýnist nú ríkisstjórnin búin að skíta uppá bak!  Er þetta ekki örugglega fallið?

Auðun Gíslason, 4.5.2007 kl. 00:27

8 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Já, það liggur fyrir, að ríkissjóður tapar tekjum ef þeir sem minnst mega sín hafa einhverja aura handa á milli um hver mánaðamót, ef fólk sem núna getur ekki leyft sér neitt fær rýmri fjárráð. Alveg borðleggjandi! Auðvitað tapar ríkissjóður tekjum á slíku. Ekki viljum við sjálfstæðismenn það.

Hlynur Þór Magnússon, 4.5.2007 kl. 03:04

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já, það er sérkennilegt að heyra stjórnmálamann úr frjálshyggjuliðinu tala um "tap" ríkissjóðs!!!

Það er langt síðan ríkið fór fram úr öllu velsæmi í þessu sambandi. Þið sem sitjið við ríkiskassan eruð í sjálfsagreiðslu með ránsfeng í formi kosningastyrkja og feitt eftirlaunafrumvarp. Það er vel skiljanlegt að það megi ekki hreyfa við þessu. Hundruðum milljóna eru þið að stinga á ykkur og orðið meira en langt síðan þið hafið gefið almenningi gaum. Bara viðrað fyrir kosningar með fagurgala og blekkingum til að fá endurnýjað umboð.

Haukur Nikulásson, 4.5.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband