Ráðherraefni Samfylkingarinnar?

Jón Baldvin Hannibalsson sagðist í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag vera tilbúinn að taka sæti í ríkisstjórn ef til hans væri leitað. Það er því ljóst að þótt Samfylkingin hafi ekki teflt fram forsætisráðherraefni að þessu sinni þá er kominn fram að minnsta kosti einn frambjóðandi í ráðherraembætti á vegum flokksins. Sá er að vísu ekki frambjóðandi í kosningunum á morgun en það er auðvitað ekki skilyrði fyrir því að geta sest í ráðherrastól. Jón Baldvin bætti því við að sér fyndist að flokkar ættu í auknum mæli að leita til manna utan þings um að taka sæti í ríkisstjórn, en það er hugmynd sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þá forsætisráðherraefni, viðraði fyrir síðustu kosningar við litla hrifningu þáverandi þingmanna flokksins. Nú hljóta auðvitað að vakna spurningar um afstöðu hennar til þessara mála almennt og þá auðvitað sérstaklega til tilboðs Jóns Baldvins.

Annars mælti Jón Baldvin Hannibalsson ekki síður með öðrum kandídat en sjálfum sér í þessu sambandi. Hann lét svo um mælt að Jón Sigurðsson væri mikilvægur maður í ríkisstjórn á vegum Samfylkingarinnar til að tryggja flokknum trúverðugleika í efnahagsmálum. Það er harður dómur um þá þingmenn og frambjóðendur flokksins, sem eitthvað hafa verið að myndast við að tala um efnahagsmál fyrir þessar kosningar. Ekki er hægt að skilja orð þessa fyrrverandi leiðtoga Alþýðuflokksins öðru vísi en svo að þessum eftirmönnum hans hafi mistekist að skapa sér trúverðugleika á þessu sviði. En það eru svo sem ekki nýjar fréttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég held að karlinn sé að verða ær.  Sko ekki ærlegur, heldur galin og gýgin sem gól er ofmatið á eigin ágæti.

Svo var hann að hvetja fólk til að kjósa Ómar.  Það gerði hann að sögn í fyrradag.

Annars er stórfurðulegt, að þið krefjist ekki þess, að sjónvarpsstöðvarnar fari með myndavélarnar innað húsi BUGLS og taki nú myndir af framkvæmdunum þar.  Verið er að leggja grunn að nýju húsi.

ÞAnnig gætu kjósendur barið augum lygaþvæluna í Samfylkingunni um slaklega framgöngu okkar í málefnum geðsjúkra barna.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.5.2007 kl. 14:57

2 identicon

Það er spurning hvort JBH sé efstur á vinsældarlista Samfylkingarinnar eftir stuðningsyfirlýsingu sína við Ómar Ragnarsson í MBL í morgun?

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 18:44

3 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Í alvöru, Birgir. Finnst þér þetta vera málefnalegt innlegg: "Ekki er hægt að skilja orð þessa fyrrverandi leiðtoga Alþýðuflokksins öðru vísi en svo að þessum eftirmönnum hans hafi mistekist að skapa sér trúverðugleika á þessu sviði. En það eru svo sem ekki nýjar fréttir."

Mér finnst þetta álíka málefnalegt og þegar ungu, efnilegu og kraftmiklu fólki eins og þér er lýst sem einhverri stuttbuxnadeild. Og, í sannleika sagt er framsetning af þessu tagi ekki til að auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum eða á ykkar annars ágætu störfum.

Í dag er kjördagur og ég óska þér velfarnaðar.

Þorsteinn Egilson, 12.5.2007 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband