26.4.2007 | 01:12
Villandi umræður um misskiptingu og fátækt
Þegar við stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar vekjum athygli á hinni miklu kaupmáttaraukningu undanfarinna ára eru svör stjórnarandstöðunnar oft á þá leið að svona meðaltalsupplýsingar gefi ekki rétta mynd af stöðunni. Líta þurfi til þess að fátækt og misskipting sé vaxandi vandamál í þjóðfélaginu. Ísland sé að breytast úr því að vera það ríki Evrópu sem búi við hvað mestan jöfnuð í að verða eitthvert ójafnasta samfélag álfunnar. Þetta eru alvarlegar fullyrðingar, en sem betur fer ekki í samræmi við raunveruleikann.
Sennilega hefur Össur Skarphéðinsson gengið lengst í þessum umræðum upp á síðkastið, en hann hefur ítrekað fullyrt að Ísland sé að verða stéttskiptasta land Evrópu. Með því hlýtur hann að vísa til stéttaskiptingar í fjárhagslegum skilningi, því flestar ættu að geta verið sammála um að hér á landi eru ekki fyrir hendi sömu forsendur rótgróinnar stéttaskiptingar og í ýmsum Evrópuríkjum, t.d. á grundvelli ættar og uppruna.
Skemmst er frá því að segja, að hvorki Össuri né öðrum talsmönnum þessara sjónarmiða hefur gengið vel að færa rök fyrir fullyrðingum af þessu tagi. Þvert á móti hafa á síðustu mánuðum ítrekað komið fram upplýsingar um hið gagnstæða.
Í því sambandi er sérstaklega ástæða til að rifja upp að í byrjun febrúar greindi Hagstofan frá niðurstöðum rannsóknar á lágtekjumörkum og tekjudreifingu í þjóðfélaginu og samanburði við önnur Evrópulönd í því sambandi. Lágtekjumörkin gefa til kynna hversu stór hluti heimila í landinu eigi á hættu að lenda undir fátæktarmörkum og notaði Hagstofan samræmdar aðferðir Evrópusambandsins á því sviði. Niðurstaðan var á þá leið að aðeins í Svíþjóð væru hlutfallslega færri heimili undir lágtekjumörkum en hér á landi. Fátæktarvandinn mældist hins vegar meiri í öllum öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska efnahagssvæðisins.
Rannsóknir Hagstofunnar á tekjudreifingu leiddu í ljós svipaðar niðurstöður. Tekjudreifing reyndist jafnari hér á landi en í flestum samanburðarlöndunum; aðeins Svíþjóð, Slóvenía og Danmörk komu jafn vel eða betur út en Ísland að því leyti.
Þessar niðurstöður leiða með öðrum orðum í ljós að fátækt og misskipting er minna vandamál hér á landi en í flestum Evrópulöndum. Fullyrðingar stjórnarandstæðinga um hið gagnstæða standast því ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í vetur gerði Hagstofan líka aðra athugun. Hún spurði úrtak fólks hvort það þekkti til einhverra fjölskyldna sem gætu talist fátækar: 10% aðspurðra könnuðust við slíkar fjölskyldur . 10%. En kannski hefur þetta bara verið sama fjöskyldan, hver veit?
Auðun Gíslason, 26.4.2007 kl. 01:19
Blessaður Birgir.
Velkominn til spjalls á blog.is. Þú ert ekki með opna gestabók svo ég kasta bara á þig kveðju hérna. Var að frétta að systir þín og mágur séu á leið til Ítalíu í afmælishóf.
Jens Guð, 26.4.2007 kl. 05:41
Sæl Birgir,
Flott að sjá þig á blogginu. Góðar athugasemdir hjá þér um villandi umræður um fátækt.
Erna Gísladóttir,
Erna Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:04
Svona til að fólk í afneitun á borð við Hrafnkel geti lesið þetta svart á hvítu þá er skýrsla hagstofunnar hér (pdf). Svo fyrir þá sem ekki geta lesið þá er þetta teiknað upp í mynd 1 á bls. 6 í skýrlsunni.
Fyndið, ég var einmitt að lesa þessa skýrslu núna um helgina. Gott að stjórnarliðar bendi á þennan misskilning hjá stjórnaranstöðunni og leiðrétti það mæta fólk sem þar er. Gott fólk á borð við Össur.
Sigurjón Sveinsson, 26.4.2007 kl. 13:17
Ertu búinn að ná því að lágtekjufólk hér á landi er skattpíndara en hátekjufólk hér á landi?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.4.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.