26.4.2007 | 16:34
Málar Steingrímur J. sig út í horn?
Heiftarleg viðbrögð Steingríms J. Sigfússonar við samningum íslenskra stjórnvalda við Norðmenn og Dani um samstarf á sviði varnarmála þurfa ekki að koma á óvart. Þau eru í ágætu samræmi við fyrri málflutning og áherslur Vinstri grænna, sem ganga út á að Íslendingar - einir þjóða - þurfi ekki að gera neinar ráðstafanir vegna varna landsins og eigi alls ekki að eiga samstarf við aðrar þjóðir á því sviði.
Þessi skýra afstaða Steingríms undirstrikar hins vegar sérstöðu - ég vil leyfa mér að segja einangrun - Vinstri grænna í þessum málaflokki. Flokkurinn heldur sig þarna yst á vinstri kantinum í íslenskum stjórnmálum og hefur raunar einstrengingslegri afstöðu til þessara mála heldur en jafnvel systurflokkurinn í Noregi, Sósíalíski vinstriflokkurinn, en hann á sem kunnugt er aðild að þeirri samsteypustjórn norsku vinstri flokkanna, sem svo skemmtilega vill til að er viðsemjandi íslenskra stjórnvalda.
Á undanförnum mánuðum hafa Vinstri grænir getað fagnað verulegri fylgisaukningu samkvæmt skoðanakönnunum. Það hefur raunar gerst áður og minnti leiðarahöfundur Morgunblaðsins á það snemma árs að í aðdraganda kosninga hefði Steingrímur J. jafnan náð að tala fylgið niður og fæla frá sér hluta kjósenda með stóryrðum og lýðskrumi. Síðustu mánuði hafa Steingrímur og félagar hans hins vegar lagt mikið á sig til að sýnast mun hófsamari og ábyrgari en áður. Nú er hins vegar spurning hvort gríman fellur á lokaspretti kosningabaráttunnar með þeim afleiðingum sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins spáði í lok janúar. Stóryrðin í dag út af samkomulaginu við Norðmenn og Dani kunna að veita vísbendingu um það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágæti Birgir
Sammála þér um að Steingrímur J. er að mála sig út í horn!
Er ekkert eftir af framsóknarmanninum í honum?
Auðvitað.
Kærar kveðjur frá Nuuk
Kristjana
Kristjana (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 16:56
Afs. var eitthvað heiftarlegt við viðbrögð Steingríms? Hvað var heiftarlegt? Barði hann einhvern? Hreytti hann útúr sér ónotum? Eða er þetta bara orðaleppur sem þú notar?
Auðun Gíslason, 26.4.2007 kl. 19:55
Eflaust má deila um hversu heiftarleg viðbrögð Steingríms J voru. Hins vegar er það mín skoðun að vænlegast fyrir VG og Steingrím J séu að formaðurinn hafi munnin lokaðann fram að kosningum.
Arnfinnur Bragason, 26.4.2007 kl. 20:58
Þýðir þetta Birgir að þið Sjálfstæðismenn viljið ekki ræða utanríkismál, t.d. ef þið lendið nú í því að ræða við aðra flokka um ríkisstjórnarsamstarf?
Árni Þór Sigurðsson, 1.5.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.