4.5.2007 | 15:08
Hæstu skattleysismörk á Norðurlöndum
Í umræðum um skattleysismörk og hugsanlega hækkun þeirra er nauðsynlegt að hafa í huga, að hér á landi eru þessi mörk afar há í samanburði við önnur lönd. Þannig eru skattleysismörk hér mun hærri en almennt gerist á Norðurlöndunum, sem auðvitað er oft litið til í þessu sambandi. Samanburður milli landa er reyndar ekki einhlítur því skattkerfin eru byggð upp með mismunandi hætti, skipting tekjuskatta milli ríkis og sveitarfélaga er misjöfn, sums staðar eru fleiri þrep í tekjuskattshlutfallinu en hér á landi og í sumum löndum er persónufrádráttur ýmist stighækkandi eða stiglækkandi í hlutfalli við hækkandi tekjur.
En jafnvel þótt tekið sé tillit til þessara mismunandi þátta fæst sú niðurstaða að skattleysismörk séu hærri hér en í hinum norrænu ríkjunum. Eftirfarandi tafla sýnir stöðuna árið 2005. Skattleysismörkin eru sem kunnugt er þau sömu fyrir alla hér á landi en varðandi hin löndin eru bæði gefin upp hámarks- og lágmarksmörk. Upphæðirnar sýna skattleysismörk á ári í íslenskum krónum.
Ríki og sveitarfélög | ||
Land | Skattleysismörk lágmark kr. | Skattleysismörk hámark kr. |
Danmörk | 395.650 | 395.650 |
Finnland | 116.217 | 302.321 |
Ísland | 900.732 | 900.732 |
Noregur | 645.813 | 896.310 |
Svíþjóð | 98.077 | 243.501 |
Þess ber að geta að skattleysismörk hér á landi hafa hækkað verulega frá 2005 og eru nú um 1.080.000 kr. á ári eða 90 þúsund kr. á mánuði. Frá síðustu áramótum hafa þau einnig verið vísitölubundin og hækka því í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.