Skattbyrði lágtekjufólks lægri hér en á Norðurlöndunum

Skattbyrði lágtekjufólks hefur nokkuð verið rædd í kosningabaráttunni og hefur sú umræða ekki alltaf byggst á staðreyndum eða gögnum. Þannig virðast fæstir gera sér grein fyrir því að skattbyrði þeirra hópa hér á landi sem lægst hafa launin er talsvert minni en gerist á hinum Norðurlöndunum. Þetta er umhugsunarefni í ljósi þess að talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa að undanförnu mjög viljað líta til Norðurlandanna í leit að fyrirmyndum í skattamálum.

Um þetta efni fjallaði Axel Hall, hagfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík, í tveimur greinum í Fréttablaðinu í lok síðasta mánaðar. Axel byggir umfjöllun sína á gögnum frá OECD og kemst að þeirri niðurstöðu að þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta, sem máli skipta í þessu sambandi, einkum skattleysismarka og mismunandi skatthlutfalla, barnabóta og annarra millifærslna í skattkerfinu, þá sé skattbyrðin á lágtekjufólk áberandi lægri á Íslandi en í hinum norrænu ríkjunum. Skattbyrðin er þannig tvöfalt hærri hjá lágtekjufólki í Danmörku en hér á landi og 50% hærri í Svíþjóð.

Ætli helstu stuðningsmenn "skandinavíska módelsins" í íslenskum stjórnmálum geri sér grein fyrir þessu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það sýnist allt stefna í þessa átt hér á landi með sama áframhaldi.   Skattbyrðin eykst og eykst, þ.e. hjá okkur lágtekjufólkinu.

Auðun Gíslason, 4.5.2007 kl. 18:28

2 Smámynd: Linda

Hver ætli launin séu ekki hærri enn hér, oh jú, skítavinna í eldhúsi í dk borgar meira enn leikskóla jobb hér á á landi.  Velferðarað laun er að sögn þeirra sem koma þar að hærri enn hér, leigan er ekki á við hér heima, matvælverð og svona mætti áfram telja.  reyndu góði að lifa á 80.000 á mánuði, teldur rent, rafmagn, matvæli, lækniskostnað, strætó eða bílakostnað, síma kostnað, netkostnað, kannski nyja skó einu sinni á ári, ef það eru til smá peningar auka.  þetta er líf aldraðra og öryrkja.

Ég veit að sjálfstæðiflokkurinn talar bara máli þeirra ríku og ofurmenntuðu í þessu þjóðfélagi.  Þangað til að ykkar bak er brotið og peningarnir eru á þrotum vitið þið ekki hvað þið talið um, og þið eruð þjóðinni til skammar, og hver sem kýs ykkur hefur ekki allra hagsmuna í þessu landi að leiðarljósi.

Fyrr ligg ég dauð enn að kjósa þennan flokk. þið ættuð að skammast ykkar.

Linda, 5.5.2007 kl. 02:44

3 identicon

Sæll Birgir!

Það er kunnugt,að skattar á hinum Norðurlöndunum eru háir.Það sem Þorvaldur Gylfason og Stefán ólafsson,prófessorar,hafa hins vegar bent á, er að skattar láglaunafólks hafa hækkað undanfarin ár,einkum vegna þess, að skattleysismörk hafi ekki hækkað í samræmi við hækkun launavísitölu. Þorvaldur Gylfason bendir einnig á það, að skattar hér hafa hækkað meira sem hlutfall af landsframleiðslu  en nemur meðaltalshækkun hjá OECD og meðaltal skatta er nú orðið hærra hér en í evrulöndum.

Kveðja

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 14:27

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég ætla að taka ómakið af Björgvini Guðmundssyni og sjálfur leiðrétta orðs hans: Stefán og Þorvaldur hafa talað um "skattbyrði", en að vísu orðiða notið "skattur" til að vísa í hana. Skattbyrði eykst t.d. með eftirfarandi breytingu á neyslumunstri (sem gæti t.d. komið til vegna aukningu á tekjum, eyðslu á sparnaði eða neyslulána):

50 kr í mat á 12% skattþrepi  og 50 kr í varning á 25% skattþrepi (skattbyrði: 18,5%)

50 kr í mat á 12% skattþrepi og 100 kr í varning á 25% skattþrepi (skattbyrði: 20,7%)

Ég sé ekki neitt hræðilegt við þetta, nema þá helst það að ríkið leggi háan skatt á eitthvað en ekki lágan, en ef einhver er líklegur til að breyta því þá eru það blessaðir Sjallarnir. 

Geir Ágústsson, 7.5.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband