25.4.2007 | 18:06
Melónuflokkurinn - og sá appelsínuguli
Ég tek eftir því að rauði liturinn er miklu meira áberandi í auglýsingum og kynningarefni Samfylkingarinnar nú en í fyrri kosningum. Ég man ekki betur en að appelsínugulur hafi lengi verið einkennislitur flokksins og rauði liturinn hafi verið látinn hverfa með sama hætti og Internationalinn hljóðnaði á flokksþingunum - svona til að undirstrika með táknrænum hætti skilin við fortíð stórs hóps Samfylkingarmanna í Alþýðubandalaginu. Hugsanlega er skýringin á hinum sterkrauða svip Samfylkingarinnar nú sú að flokkurinn sé að reyna að senda dulin skilaboð til þess stóra hóps kjósenda á vinstri vængnum sem virðist vera á leiðinni yfir til Vinstri-grænna.
Rauði liturinn sést hins vegar varla í kynningarefni VG. Það er áreiðanlega ekki heldur tilviljun. Spunameistarar flokksins gera sér væntanlega grein fyrir því að grænu áherslurnar höfða til mun fleiri kjósenda en gamla vinstri stefnan. Vandi VG í þessu sambandi er hins vegar sá að í aðdraganda kosninga koma miklu fleiri mál til umræðu en umhverfismálin. Og alltaf þegar rætt er um utanríkismál, atvinnumál, efnahagsmál, skattamál eða ríkisafskipti almennt koma hinar gömlu, rauðu áherslur í ljós.
Það má nefnilega segja um VG eins og sagt var um græningja í Þýskalandi fyrir 20-30 árum: Þeir eru eins og melónan - grænir hið ytra en rauðir hið innra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er stjórnin fallin í kjördæmi formannsins?
Auðun Gíslason, 25.4.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.